Slepptu nú bara tökunum

 

 

Að sleppa tökunum er eithvað sem við mörg heyrum í sí og æ..Æji slepptu bara tökunum á þessu! er oft sagt. Hvað er það eiginlega sem átt er við? Hvað er það eiginlega sem gerist í vitundinni er sleppt er tökunum? Hver er andstaða þess að sleppa tökunum? Hvort er umhverfisvænt, bætandi og hollt fyrir mann sjálfan sem og heildina að sleppa tökunum eða halda fast? Eða er hvorugt eitt og sér hollt né yfir höfuð mögulegt? Og síðast en ekki síst er það ad sleppa tökunum eitthvað sem vid gerum, er það framkvæmd eða er það mögulega skorturinn af framkvæmd og gjörning sem veldur því að sleppt er raunverulega tökunum?

Þetta eru spurningar sem ég hef spurgt sjálfan mig að í langan tima. Ég á ákveðnum tímapunkti í lífi mínu var staddur í erfiðu vitundar ástandi. Þar sem þéttleiki hugarins var ordin mikill og svokallað rými i huga mínum var sama og ekkert. Erfiður staður ad vera á því viðnám efnisins var orðið svo mikið og þjáningin í algeru samræmi við það, enda eitt og hið sama. Ég leitaði mér hjálpar í mannlegum mætti félagskapar sem glímt höfðu vid sömu einkenni hugsýkinnar sem ég var að glíma við. Og það sem margir félagar sögðu við mig oftar en ekki var að ég þyrfti einfaldlega að fara bara að sleppa tökunum. Sleppa tökunum á ákveðnum einstaklingum, stofnunum, aðstæðum og oft bara almennt sleppa tökunum á öllu því sem ég héldi fast í. Eitthvað hugsunarmunstur sem ég var fastur í, hugarmunstur sem ég hafði læst mig inn í, ósveiganlegur strúktur sem í eðli sínu mun að lokum bresta í vindinum og bregðast.

 Þessi heilráð sem þessir ágætu meðbræður og systur gáfu mér voru og eru í raun góð og gild en oft sögd af gömlum vana og innihaldsleysi. Það er nefnilega mjög einfalt að segja meðbrædrum og systrum sínum bara að fara heim og sleppa tökunum á þessu og hinu en ef ráðið er gefið eins og það að sleppa tökunum sé eitthvað sem ég GERI eða FRAMKALLA í formi hugsana þá fellur ráðið algerlega um sjálft sig. Þá hefur sá sem ráðið gefur mjög líklega ekki sjálfur eða sjálf skilið med hug og hjarta, eða einna heldur í gegnum beina eigin reynslu upplifað breytinginguna sem á sér stað í vitundinni þegar takinu er raunverulega sleppt.  Það voru sem sagt margir sem gátu sagt mér að sleppa tökunum en fáir gátu sagt mér eða komið orðum að því í hverju það fólst í raun og veru..

Við skulum fyrst skoða andstæðu þess sem talað er um. Andstæða þess að opna greiparnar hlýtur að vera að halda fast með krepptum hnefa. Halda fast í eitthverja hugmynd eða heilt kerfi hugmynda og med því ef nógu fast er haldið, nógu lokadur hugur minn er, einfaldlega lokað á aðrar hugmyndir og eða önnur kerfi hugmynda. Ég loka á flæði lífsins med öllu því lofti og rými sem fylgir straumnum ef ég hleypi flædi lífsins í gegn.  

Hugmynd eða aðferð er alltaf fín svo lengi sem hún er tekin med fyrirvara. Það sem ég á við er að forsenda hugmyndarinnar eda aðferdarinnar er síbreytileg alveg eins og allt efni er í eðli sínu hverfullt. Alltaf á hreyfingu, alltaf að breyta um birtingarmynd. Eitthvað sem veitir mér að því sem virðist hámarks lausn og tafarlausa umbun í dag getur skapað mikla þjáningu í vitund minni á morgun. 

Það virðist vera þannig í dag að við manneskjur erum að miklu leiti þjakaðar í hugsun og stjórnunarfíkn, allt byggist þetta á miklum ótta. Ótta við óvissu, ótta við sársauka en einna helst ótta við svokallað "state of no mind" eða dvöl í rými. Þar sem hið efnislega missir mátt sinn í dýpt ljóssins. Við leitumst eftir að stjórna öllu hið ytra á meðan stjórnleysi hugans ríkir hið innra. Við upplifum ekki að náttúran sé til yndisauka, okkur finnst hún vera til að ransaka, skilja og greina nidur smæðstu einingar og med skilningi hugans er ég að mér finnst búin ad eigna mér það sem skilið er, búin ad eigna mér gróðurinn og dýralíf. Sama gildir um fjöllinn sem vid klífum, er þá litið á þau sem sigruð í stað þess semja jafntefli eða sameinast náttúrunni og njótta útsýnisins vid fjallsrætur eða úr botni dalsins. Ég er ekki að setja neitt út á útiveru og fjallgöngur svo lengi sem forsendur séu réttar og fyllsta umhverfisvænis sé gætt að innan sem og að utan og myndi ég segja að ef raunveruleg auðmýkt væri til staðar myndum vid kannski mögulega sleppa takinu á takmarkinu eða hinum hæðsta sýnilega sýnpunkt og fara ekki alla leið á tindinn heldur leyfa tindinum ad vera ósigraðan og öðlast sjálf þar af leiðandi sigurinn með. Því oft er það nú þannig að í því sem í fljótu bragði lýkist ósigri liggur hinn raunverulegi sigur. Sigur mannins yfir sjálfum sér, sigur yfir ego, sigur yfir vonum, væntingum og áformum. 

Ég las eitt sinn bók sem byrjaði eitthvað á þann veg, "útrým metnadargirni og lífsþorsta" Ég vissi ekki hvað á stóð veðrið er ég las þetta því eins og ég skildi lífið og tilveruna þá voru þetta skilaboð sem voru í mótsögn við allt sem ég hélt að væri rétt, eðlilegt og sigurvænt. Ég gat ekki skilið það fyrr en nokkru seinna hvað átt var við. Gott dæmi um lífsþorsta er ad finna í frásögninni um Jesús á krossinum, er hann í talsverðu innra ósætti við raunveruleikan ákallar Guð og segir eitthvad á þá leið " Guð því hefur þú yfirgefið mig" . Aðstæðurnar sem hann finnur sig í á þessum tímapunkti gera það að verkum að hugmyndin um eitthvað annað en það sem rauverulega er skýtur upp kollinum. Meira segja hjá upplýstum manni eins og Jesús er það eitthvad sem gerist og gerir hann þar af leiðandi mannlegan. Sársaukinn er í raun ekki fólgin í sárinu sem slíku heldur ósættinu við það sem orðið er, í viðnámsorkunni sem myndast milli þess sem er og þess sem ég tel mig raunverulega vilja ad sé. Það sem gerist næst í vitund hins upplýsta manns á krossinum er að rýmið yfirtekur hugsun og algjört sætti við raunveruleikan á sér stað. Engin ákvördunartaka kjölfar ákveðna hugsana heldur staðfesta sem einungis er færð manni að gjöf í varurðinni. Hans næstu orð voru því eitthvað á þá leið " Guð, verdi þinn vilji en ekki minn". Hinn upplýsti maður á krossinum raunverulega sleppti tökunum og gaf sig á vald lífsins sama hve útlitið leit í fyrstu út fyrir að vera svart. 

Sem sagt þurfum við ekki bara að vera tilbúin að deyja til þess að að geta lifað heldur þurfum við einfaldlega að deyja í ákveðnum skilningi til að geta raunverulega lifað samkvæmt lífsins skilmálum. 

Maður einn sem ég ber mikla virðingu og kærleik til í félagskap þeim sem ég nefndi hér að ofan sagdi við mig eitt sinn. "Gunnar, þér varðar ekkert um útkomuna!". Ég skildi þá um leið hvað hann átti við. Hann virtist vera fær um að miðla til mín þessari upp-lýsingu vegna þess að hann taladi til mín beinskeitt, óttalaust og af beinni, sterkri eigin reynslu. Hjarta og hugur sameinuðust, skilningurinn var ekki lengur bara óljós innsæisgola úr óljósri átt heldur hafði raunverulegur skilningur átt sér stað sem hvíldi hreyðri trúarvissunar. 

Svona að lokum langar mig að segja litla sögu sem ég heyrði um daginn. Krishnamurti sat á sviði fyrir framan dágóðan hóp fólks og var að fara að tala til hópsins eða eitthvað slíkt. Hann horfði yfir hópinn og sá eftirvæntinguna í augum flestra þeirra sem sátu fyrir framan hann. Hann sá hvernig hver og einn beið eftir að hann myndi færa eitthvern fróðleik á borðið, eitthvað fyrir hugan að leika sér að og greina, eitthvað sem mögulega gæti frelsað úr þjáningu viðnámsins. Hann þagði í dágóða stund og sagði svo loks þegar hópurinn var byrjaður að titra úr spenning "viljið þið fá að vita hinn mikla leyndardóm?,,,,þá thað, ég skal segja ykkur leyndarmál mitt" Àhorfendurinir ráku upp stór augu og hugsuðu með sér að loksins væri komið að því að meistarinn myndi frelsa þau undan álögahjúpnum. 

Eftir stutta en djúpa þögn sagði hann "Mitt mikla leyndarmál er að mér varðar ekkert um hvað gerist" 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband