Slepptu nú bara tökunum

 

 

Að sleppa tökunum er eithvað sem við mörg heyrum í sí og æ..Æji slepptu bara tökunum á þessu! er oft sagt. Hvað er það eiginlega sem átt er við? Hvað er það eiginlega sem gerist í vitundinni er sleppt er tökunum? Hver er andstaða þess að sleppa tökunum? Hvort er umhverfisvænt, bætandi og hollt fyrir mann sjálfan sem og heildina að sleppa tökunum eða halda fast? Eða er hvorugt eitt og sér hollt né yfir höfuð mögulegt? Og síðast en ekki síst er það ad sleppa tökunum eitthvað sem vid gerum, er það framkvæmd eða er það mögulega skorturinn af framkvæmd og gjörning sem veldur því að sleppt er raunverulega tökunum?

Þetta eru spurningar sem ég hef spurgt sjálfan mig að í langan tima. Ég á ákveðnum tímapunkti í lífi mínu var staddur í erfiðu vitundar ástandi. Þar sem þéttleiki hugarins var ordin mikill og svokallað rými i huga mínum var sama og ekkert. Erfiður staður ad vera á því viðnám efnisins var orðið svo mikið og þjáningin í algeru samræmi við það, enda eitt og hið sama. Ég leitaði mér hjálpar í mannlegum mætti félagskapar sem glímt höfðu vid sömu einkenni hugsýkinnar sem ég var að glíma við. Og það sem margir félagar sögðu við mig oftar en ekki var að ég þyrfti einfaldlega að fara bara að sleppa tökunum. Sleppa tökunum á ákveðnum einstaklingum, stofnunum, aðstæðum og oft bara almennt sleppa tökunum á öllu því sem ég héldi fast í. Eitthvað hugsunarmunstur sem ég var fastur í, hugarmunstur sem ég hafði læst mig inn í, ósveiganlegur strúktur sem í eðli sínu mun að lokum bresta í vindinum og bregðast.

 Þessi heilráð sem þessir ágætu meðbræður og systur gáfu mér voru og eru í raun góð og gild en oft sögd af gömlum vana og innihaldsleysi. Það er nefnilega mjög einfalt að segja meðbrædrum og systrum sínum bara að fara heim og sleppa tökunum á þessu og hinu en ef ráðið er gefið eins og það að sleppa tökunum sé eitthvað sem ég GERI eða FRAMKALLA í formi hugsana þá fellur ráðið algerlega um sjálft sig. Þá hefur sá sem ráðið gefur mjög líklega ekki sjálfur eða sjálf skilið med hug og hjarta, eða einna heldur í gegnum beina eigin reynslu upplifað breytinginguna sem á sér stað í vitundinni þegar takinu er raunverulega sleppt.  Það voru sem sagt margir sem gátu sagt mér að sleppa tökunum en fáir gátu sagt mér eða komið orðum að því í hverju það fólst í raun og veru..

Við skulum fyrst skoða andstæðu þess sem talað er um. Andstæða þess að opna greiparnar hlýtur að vera að halda fast með krepptum hnefa. Halda fast í eitthverja hugmynd eða heilt kerfi hugmynda og med því ef nógu fast er haldið, nógu lokadur hugur minn er, einfaldlega lokað á aðrar hugmyndir og eða önnur kerfi hugmynda. Ég loka á flæði lífsins med öllu því lofti og rými sem fylgir straumnum ef ég hleypi flædi lífsins í gegn.  

Hugmynd eða aðferð er alltaf fín svo lengi sem hún er tekin med fyrirvara. Það sem ég á við er að forsenda hugmyndarinnar eda aðferdarinnar er síbreytileg alveg eins og allt efni er í eðli sínu hverfullt. Alltaf á hreyfingu, alltaf að breyta um birtingarmynd. Eitthvað sem veitir mér að því sem virðist hámarks lausn og tafarlausa umbun í dag getur skapað mikla þjáningu í vitund minni á morgun. 

Það virðist vera þannig í dag að við manneskjur erum að miklu leiti þjakaðar í hugsun og stjórnunarfíkn, allt byggist þetta á miklum ótta. Ótta við óvissu, ótta við sársauka en einna helst ótta við svokallað "state of no mind" eða dvöl í rými. Þar sem hið efnislega missir mátt sinn í dýpt ljóssins. Við leitumst eftir að stjórna öllu hið ytra á meðan stjórnleysi hugans ríkir hið innra. Við upplifum ekki að náttúran sé til yndisauka, okkur finnst hún vera til að ransaka, skilja og greina nidur smæðstu einingar og med skilningi hugans er ég að mér finnst búin ad eigna mér það sem skilið er, búin ad eigna mér gróðurinn og dýralíf. Sama gildir um fjöllinn sem vid klífum, er þá litið á þau sem sigruð í stað þess semja jafntefli eða sameinast náttúrunni og njótta útsýnisins vid fjallsrætur eða úr botni dalsins. Ég er ekki að setja neitt út á útiveru og fjallgöngur svo lengi sem forsendur séu réttar og fyllsta umhverfisvænis sé gætt að innan sem og að utan og myndi ég segja að ef raunveruleg auðmýkt væri til staðar myndum vid kannski mögulega sleppa takinu á takmarkinu eða hinum hæðsta sýnilega sýnpunkt og fara ekki alla leið á tindinn heldur leyfa tindinum ad vera ósigraðan og öðlast sjálf þar af leiðandi sigurinn með. Því oft er það nú þannig að í því sem í fljótu bragði lýkist ósigri liggur hinn raunverulegi sigur. Sigur mannins yfir sjálfum sér, sigur yfir ego, sigur yfir vonum, væntingum og áformum. 

Ég las eitt sinn bók sem byrjaði eitthvað á þann veg, "útrým metnadargirni og lífsþorsta" Ég vissi ekki hvað á stóð veðrið er ég las þetta því eins og ég skildi lífið og tilveruna þá voru þetta skilaboð sem voru í mótsögn við allt sem ég hélt að væri rétt, eðlilegt og sigurvænt. Ég gat ekki skilið það fyrr en nokkru seinna hvað átt var við. Gott dæmi um lífsþorsta er ad finna í frásögninni um Jesús á krossinum, er hann í talsverðu innra ósætti við raunveruleikan ákallar Guð og segir eitthvad á þá leið " Guð því hefur þú yfirgefið mig" . Aðstæðurnar sem hann finnur sig í á þessum tímapunkti gera það að verkum að hugmyndin um eitthvað annað en það sem rauverulega er skýtur upp kollinum. Meira segja hjá upplýstum manni eins og Jesús er það eitthvad sem gerist og gerir hann þar af leiðandi mannlegan. Sársaukinn er í raun ekki fólgin í sárinu sem slíku heldur ósættinu við það sem orðið er, í viðnámsorkunni sem myndast milli þess sem er og þess sem ég tel mig raunverulega vilja ad sé. Það sem gerist næst í vitund hins upplýsta manns á krossinum er að rýmið yfirtekur hugsun og algjört sætti við raunveruleikan á sér stað. Engin ákvördunartaka kjölfar ákveðna hugsana heldur staðfesta sem einungis er færð manni að gjöf í varurðinni. Hans næstu orð voru því eitthvað á þá leið " Guð, verdi þinn vilji en ekki minn". Hinn upplýsti maður á krossinum raunverulega sleppti tökunum og gaf sig á vald lífsins sama hve útlitið leit í fyrstu út fyrir að vera svart. 

Sem sagt þurfum við ekki bara að vera tilbúin að deyja til þess að að geta lifað heldur þurfum við einfaldlega að deyja í ákveðnum skilningi til að geta raunverulega lifað samkvæmt lífsins skilmálum. 

Maður einn sem ég ber mikla virðingu og kærleik til í félagskap þeim sem ég nefndi hér að ofan sagdi við mig eitt sinn. "Gunnar, þér varðar ekkert um útkomuna!". Ég skildi þá um leið hvað hann átti við. Hann virtist vera fær um að miðla til mín þessari upp-lýsingu vegna þess að hann taladi til mín beinskeitt, óttalaust og af beinni, sterkri eigin reynslu. Hjarta og hugur sameinuðust, skilningurinn var ekki lengur bara óljós innsæisgola úr óljósri átt heldur hafði raunverulegur skilningur átt sér stað sem hvíldi hreyðri trúarvissunar. 

Svona að lokum langar mig að segja litla sögu sem ég heyrði um daginn. Krishnamurti sat á sviði fyrir framan dágóðan hóp fólks og var að fara að tala til hópsins eða eitthvað slíkt. Hann horfði yfir hópinn og sá eftirvæntinguna í augum flestra þeirra sem sátu fyrir framan hann. Hann sá hvernig hver og einn beið eftir að hann myndi færa eitthvern fróðleik á borðið, eitthvað fyrir hugan að leika sér að og greina, eitthvað sem mögulega gæti frelsað úr þjáningu viðnámsins. Hann þagði í dágóða stund og sagði svo loks þegar hópurinn var byrjaður að titra úr spenning "viljið þið fá að vita hinn mikla leyndardóm?,,,,þá thað, ég skal segja ykkur leyndarmál mitt" Àhorfendurinir ráku upp stór augu og hugsuðu með sér að loksins væri komið að því að meistarinn myndi frelsa þau undan álögahjúpnum. 

Eftir stutta en djúpa þögn sagði hann "Mitt mikla leyndarmál er að mér varðar ekkert um hvað gerist" 

 

 

 

 

 


Hvar er mig að finna

Hvar er mig að finna?

I Hugsun
II Hugur og líkami eða huglíkami
III Er ÉG hugsun, hugmynd eða saga
IV Fastmótaðar hugmyndir/Kerfi
V Lokaður huglíkami
VI Sársauki
VII Opnum huglíkamans
VIII Opin huglíkami
I
Mig langar ad ræða hér adeins um hugsun, eitthvers
konar hugleiðing um hugsun. Hugur hugleiddur með huga í rými. Stærstan hluta ævi minnar hef ég verið á valdi hugsana, hugsun sem leiðir af sér hugsun sem leiðir af sér hugsun og svo koll af kolli. Alger skortur af vakúmi eða rými milli hugsana. Mér fannst ekkert athugunarvert vid þetta hugarástand mitt því aldrei hafði ég upplifað annað, nema þá kannski í móðurkviði og líklega fyrstu ár ævi mínar sem barn. Mér leið eins og ég væri hugsunin því það var einfaldlega ekkert nema hugsun, sú tilfining að ég væri friðsæll áhorfandi að starfsemi heilans upplifði ég ekki fyrr en rétt undir þrítugt og þá sem afleiðing mikilla þjáninga, kem inn á það seinna í þessu erindi. Ég hef sem sagt leyfi og getu til ad fjalla passivt eda
hlutlaust um hugarfar mitt alveg eins starfsemi hvers annars líffæris líkama míns og mun ég gera það í þessu stutta einfalda erindi.
II
Ég hélt áður fyrr að hugur og líkami væri algjörlega
aðskilt frá hvort ödru. Ég hélt ad þegar talad var um hugarstarfsemi þá væri verið ad tala um sálarlíf eða hid andlega. Vid tölum oft um að eitthvað sem við gerum sé gott fyrir líkaman og hið andlega, eins og hið andlega sé eitthvad sem vid getum eda þurfum að eiga vid med efnislegum aðferdum. Ástædan fyrir þessum misskilning er fáfrædi og skortur á reynslu, mig skorti aðgang ad andanum sem hvílir í öllu sínu áreynsluleysi bakvið hinu efnislegu hugarstarfsemi. Hvað er hugur, hvað eru hugmyndir, hvað eru skodanir? Hvar er uppspretta þess sem ég upplifi sem hugmynd? Hugmynd er afleiðing starfsemi hugans og hugurinn er starfsemi heilans, líffæri staðsett er í höfði manneskjunar vandlega verndað af höfudkúpunni meðal annars. Starfsemi heilans er eins og öll önnur starfsemi annara líffæra líkamans áþreyfanlega, sýnileg með hjálpartækjum augnana. Viðskipti með yfir 300 þekktra boðefna eiga sér stað á hverju andartaki í áþreyfanlegri mynd í huga okkar. Hugmynd, minning, skoðun, ótti, gleði skíst upp á yfirborð vitundarinnar og nánast um leið og sú starfsemi verður sýnileg í heilanum verða áhrifin sýnileg á öðrum svæðum líkamans. Hjartsláttur breyttist, þá verður örari eða rólegri. Öndun verður dýpri, grynnri, örari eða rólegri. Vöðvar stífna upp
eða slakna. Við hitnum að innan og á yfirbordi líkamans á sér stað svitamyndun, osvfr. Einnig hefur líkamleg líðan áhrif á hugarfarið, meira ad segja er líkamsskynjuninn skynjuð í huga okkar eins og hugarfar er skynjað í líkama. Þessi stadreynd segir mér thað í raun er ógjörningur að adskilja hug og líkama. Hvort hefur áhrif á hvort annað því hvort tveggja er af hinu efnislega.
III
Að byggja upp sjálfsímynd á hugmynd, sögu eða
hlutverki er eitthvað sem við flest gerum í dag. ÉG er karl eda kona. ÉG er ungur eða gamall. Feitur eða grannur. Gáfaður eða ómerkilegt meðaljón. Algengast er sú hugmynd að ÉG sé það sem ég starfa við, hlutverk mitt á leiksviðinu. Algengt er að ég sé spurður hvað ÉG sé eða hvað ÉG geri. Þessara spurninga spurði ég sjálfur títt fólk í byrjun samtals áður fyrr. Ég þurfti einfaldlega eitthvað sem ég gæti handleikið í huga mínum, ég hélt að ef ég vissi hvaða starfsvetfang viðkomandi aðili hefdi valið sér þá vissi ÉG hver og hvernig hann eða hún væri. Seinna í samtalinu ef aðstædur væru fyrir hendi reyndi ég að komast að því hve mikið viðkomandi þénaði því ímyndin var einnig byggð upp á þeirri hugmynd hvort viðkomandi væri ríkur eða fátækur. Allar þessar staðreyndir mótuðu svo í kjölfarið hegðun mína gagnvart viðkomandi.
Algengt er að miklar krísur fylgi í kjølfar þess að missa atvinnumöguleika, peninga, félagslega stöðu osvfr. Ég var fyrir nokkrum árum vitni að því að
manneskja náin mér sem alltaf hefur byggt ímynd sína upp með peningum, bílum og starfsvetfangi, fór inn í fjárhagskreppu eins og reyndar margir aðrir síðustu ár. Peningarnir hættu ad flæða inn, hann þurfti ad selja bílana til að borga skuldir og félög sem hann átti urðu gjaldtþrota. Í fyrstu var afneitun á ástandinu greinileg, í kjölfar afneitunar kom mikil ringlun upp á yfirborðið. Ef ég er ekki ríkur keyrandi um á flottum bílum hver er ég þá spurði hann sig án þess ad vera meðvitadur um að hafa spurt sig að því djúpt í huga sínum. Þunglyndi og depurð tóku yfir, kreppan var innan sem utan. Nú nokkrum árum seinna er viðkomandi en ad berjast og mikil reiði og óánægja í garð bankastofnana og ríkis einkennir viðkomandi manneskju.
Annað dæmi er hlutverkið foreldri og svo seinna meir ömmu og afa hlutverkið. ÉGið verður oft ringlað þegar það allt í einu áttar sig á því ad hlutverk þeirra sem foreldri er lokid, sumir foreldrar meira að segja neita að stíga af og halda áfram að sjá um börnin sín langt inn í fullorðnisárin. En mjög algengt er og að mér finnst gaman að fylgjast með er þegar eftir nokkra ára rínglun að börnin fæða börn og loksins er eitthvað haldbært hlutverk til staðar. amman og afinn verda til og litlu börnin verða allt í einu ömmubörn og afabörn. Það birtir yfir ömmunum, öfunum og sjá má ákafan sem fylgir því að loksins hafa fengið aftur hlutverk og loksins hafi lífið fengið augljósan tilgang aftur.
ÉGið er í stríði og ÉGið mun alltaf enda fyrr eða síðar í stríði ef það er bundið vid hið efnislega form
hugsana,hugmynda,hlutverka eða sögu því allt hið efnislega er í eðli sínu samkvæmt hverfult. Breytingum háð undartekningalaust, allt frá fínustu frumu til hins þéttasta demants.
IV
Þar sem hið efnislega er í eðli sínu hverfult, hlýtur
að vera ógjörningur að skapa eitthverskonar kerfi sem alltaf inn í eilífina mun haldast í upprunnanlegri mynd. Kerfið mun kannski alltaf þjóna sama tilgangi en tilgangurinn mun alltaf breytast og kerfið verður þar af leiðandi að breytast með. Kerfið verður sem sagt að ef það á að þjóna eitthverjum tilgangi inn í eilifðina ad hafa rými, rými til ad aðlagast breyttum aðstæðum. Ef kerfid er fastmótað og ekki rúmar breytingar, hvort sem þær séu smávægilegar eða algerar byrjar sásaukinn að myndast. Sásaukinn kemur í ljós því tilgangur hugmyndarinnar eða kerfisins er farin að stangast á við hinar ytri aðstæður. Veðrun eða slit fer að myndast og í kjölfarið uppsöfnuð spenna sem fyrr en síðar mun finna sér útleið, hún leiðir út. Sömu lögmál gilda um hugmyndir mínar um lífið. Eins og ég skynja í dag má ekki verða eins eins og ég held að ég verði að skynja á morgun. Í huga mínum verður að vera rými fyrir nýjar upplifanir, nýjar skynjanir á fæðingu og dauða alls þess sem skynja er.
V
Eins og ég minntist á í upphafi erindisins var vitund
mín fram ad þrítugsaldri þéttsetin hugsunum. Sem
virkuðu eins og gardínur, gardínur sem hindruðu ljós andans í ad skýna í gegn og lýsa upp vitund mína, Hindruðu hid sanna sjálf aðgang ad leiksýningunni. ÉG hlít ad vera hugur minn því hér eru ekkert nema hugsanir. Áhorfandan vantaði, ég upplifði ÉGið sem það sem hið sanna ÉG átti að vera áhorfandi að. Það er meira að segja villandi að segja að ég hafi upplifað ÉG sem hugur því hið sanna ég var ekki það sem upplifði. Það var hugur minn sem var ad upplifa sjálfan sig, svolitið eins og að horfa í spegil haldandi að sé verið ad horfa á sjónvarpsútsendingu.
Þegar vitundin er svona þjökuð af hugsunum þýðir það skortur af svigrúmi eða rými til ad meðtaka nýja reynslu eða nýtt sett hugmynda. Hugurinn er lokaður fyrir nýjungum sem gerir það að verkum að ég með lokaðan huglíkama sæki umfram allt í eitthvað sem ég þekki fyrir. Óvæntar uppákomur eru ekki velkomnar því hugurinn er yfirfullur og rúmar einfaldlega ekki nýjar. Að kynnast nýju fólki verður erfitt með lokaðan huglíkama, því að kynnast nýju fólki krefst þess að ég mæti því med opin hug og opið hjarta. Í stað þess að mæta nýju fólki í flæði þar sem gefið er og þegið til skiptis, mìn reynsla verður þín reynsla og þín reynsla mín þá virkar sá með lokaðan huglíkama sem hann sé inn í sér og oft fráhrindandi, einfaldlega að því ad flæðið er ekki til staðar.
VI
Í mörg ár var vitund mín þjökuð hugsunum og ástand
þetta virtist vera krónískt. Þá á ég við að hugurinn virtist bara þéttast en aldrei öfugt. Mjög snemma fór ég að leita í hugarfarsbreytingu með neyslu á vímuefnum, áhrifin af þeim efnum sem ég leitaði í voru þau ad rými skapaðist í vitund minni. Ég upplifði frid innra med mér og samkennd. Samkennd hafði ég ekki upplifað á þennan hátt áður. Ég fann fyrir gleðikenndri ró og tilfinningin að ég tilheyrði hóp gagntók mig. Mér hafði aldrei liðið svona áður, fram ad þessu hafði alltaf verið þessi undirliggjandi tilfinning að ég væri aleinn og passadi inn. Ég fór að upplifa að ég komst út úr sjálfum mér eða hugsunum mínum réttara sagt og ég fór að eiga auðvelt með að kynnast nýju fólki. Það virtist umlykja mig allt í einu eitthver ára sem ekki þótti fráhindrandi heldur aðlaðandi.
Ég las bók fyrir nokkrum árum eftir Dalai Lama og þar skrifaði hann að "efnislegri velmegun fylgdi alltaf tafarlaus umbum". Þannig upplifði ég áhrifin er ég komst í tengingu vid hugarfarsbreytandi efni, neyslunni fylgdi tafarlaus umbum. Raddirnar hættu og friðurinn sem ég þekkti frá óþekktum stað og óðekktum tíma heltók mig.
En eins og ég kom inn á fyrr í erindi mínu þá er allt
hið efnislega eðli sínu samkvæmt hverfult og það þýddi að króniskt hættu þessi hugarfarsbreytandi efni að virka eitt af öðru. Þegar ég var 29 ára gamall var hugarfar mitt orðið þannig að hvorki virtist ég geta verið ekki undir áhrifum né heldur undir áhrifum. Allar þær dyr og fleyrri til sem vímuefni höfðu opnað í vitund minni höfðu verið skellt aftur. Ég virtist vera í klípu. Það var í þessari klípu að eitthvað gerðist í huga mínum frá einu augnabliki til annars. Hugarfar mitt var svo þjakað af hugsunum, sem og viðnámið milli huga míns og raunveruleikans orðið það mikið að það var eins og massinn í vitund minni bæri sjálfan sig ekki lengur. Tilfiningalíf mitt var einfaldlega komið svo úr skorðum að algjört hrun átti sér stað og í fyrsta skipti svo lengi sem ég man náði ljós sjálfsins ad skína í gegn og lýsa upp vitund mína. Þetta augnablik var rétt fyrir kl 21. 13 Okt. 2005. Ég upplifði sjálfan mig greinilega sem raunverulegt ÉG. Ég upplifði gríðarlegan létti og opnun innra med mér, rödd sjálfs míns sagði vid sjálft sig orðrétt, skírt og greinilega.
"sannleikurinn mun gera þig frjálsan og þú þarft aldrei neitt aftur"
Þessi skyndilega andlega vakning gerði það að verkum að ég var reidubúin til að stíga inn í Námshöllina.
VII
Ég var heppinn að vera komin í samband við
ákveðin félagsskap þar sem manneskjur með sömu fortíð og ég hittust reglulega og hjálpuðu hvort öðru að komast í sjálfshjálp. Þar var unnið eftir ákveðnum leiðbeiningum sem fela í sér að opnum verður að hafa átt sér stað og allt traust er lagt yfir til æðri máttarvalda eins og viðkomandi manneskja er fær um ad skilja það. Fortíðin er hreinsuð með í gegnum óttalaus og siðferdisleg reiknisskil. Svo er leitast við að hjálpa öðrum manneskjum í sama hugarfarsvanda og og lífa hreinu lífi í tengingu við æðri máttarvald eins og viðkomandi manneskja er fær um skilja það.
Ein af leiðbeiningum sem mér voru gefnar í félagskap þessum var að styrkja þurfti ég vitundar samband mitt vid æðri máttarvöld eins og ég fær um ad skilja það med bæn og hugleiðslu, leitast við að vita vilja æðri máttarvalda og biðja um mátt til að framkvæma hann. Þetta þýddi að ég þurfti að fara að byggja líf mitt upp á andlegum grunni. Halda förinni sem þegar var byrjuð áfram inn í óvissuna, ég vissi ekki hvað myndi bíða mín en örvænting mín og ótti við ad fara aftur í gamla farið knúði mig áfram, áram í leit minni að vilja æðri máttarvalda, umhverfisvænum
vilja. Ári seinna komst ég í tengingu við annan félagsskap þar sem Yoga var kennt, svokallað Asthanga Yoga eða hin áttfalda leið. Aðferð sem passaði mér einstaklega vel því unnið var með hugarfarið í gegnum líkamlegar æfingar, svokallað asanas. Þar sem öndum er samhæfð líkamlegum heyfingum og stellingum. Ég fór ad upplifa það að sú líkamlega opnum sem átti sér stað hrinti á undan sér hugarfarslegri opnum. Sama gildir um uppbyggingu á hinum líkamlega innri styrk því hugarfarið styrktist í algeru samræmi það. Það að setja líkaman í nýjar stellingar og viðhalda meðvitaðri öndun stuðlar að liðleika og þrautsegju, líkamlegum og þar af leiðandi hugarfarslegum.
Samhliða yoga iðkun minni hef ég kynnt mér búddiska hugleiðslutækni sem kölluð er Vipassana. Ákaflega áhrifarík aðferd við ad koma botnfalli hugarfarsins upp á yfirborðið. Lestur andlegra bókmennta hefur einnig reynst mér vel, við að samhæfa, hjálpa mér að skilja hvad olli sársaukanum sem og skilja hvað það var sem kom fyrir mig sem gerdi það að verkum að hulu sársaukans var svipt af vitund minni.
VIII
Þegar ég lít til baka geri ég mér grein fyrir því að það
sem komið hefur fyrir mig er gjarnan kallað andleg vakning. Hugur minn er ekki lengur þjakaður af hugsunum. Það er í dag rými milli þeirra hugsana sem rísa upp á yfirborðið. Ég upplifi eins og tími án hugsana líði á milli hugsana. Það er meira að segja villandi að segja að tími sé á milli hugsana því það sem er í raun og veru á milli þeirra er tímaleysi, svokölluð varurð. Og svo þegar hugsanir sýna sig upplifi ég oftast árvekni yfir þeim, eins og ég sé áhorfandi að mínum eigin hugsunum.
Ég er í rýminu á milli þeirra. Ég er rýmið á milli þeirra. Ég er.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband